Límtrésplötur

 

Eikarlímtré,

Stafabreidd er 42mm

Þykkt Breidd Lengd

19mm 63.5cm 450cm

26mm 63.5cm 450cm

32mm 63.5cm 450cm

42mm 63.5cm 450cm

__________________________

26mm 90cm 450cm

32mm 90cm 450cm

42mm 90cm 450cm

26mm 122cm 450cm

32mm 122cm 450cm

Beykilímtré

Stafabreidd er 42mm

Þykkt Breidd Lengd

19mm 63.5cm 450cm

26mm 63.5cm 450cm

32mm 63.5cm 450cm

42mm 63.5cm 450cm

__________________________

26mm 90cm 450cm

32mm 90cm 450cm

42mm 90cm 450cm

Reykt eik

Stafabreidd er 42mm

Þykkt Breidd Lengd

26mm 63.5cm 450cm

32mm 63.5cm 450cm

42mm 63.5cm 450cm

 

Sölueiningar límtrés

Límtré er selt eftir lengd. Ef farið er yfir 350cm, er greitt fyrir alla plötuna.

  • Við getum ekki sagað nákvæmt mál.

  • Við getum ekki rist eftir endilöngu.

  • Ekki þarf að panta, bara koma og kaupa.

Meðhöndlun

Límtréð kemur grófpússað, með 100 pappír, frá framleiðanda. Til að fá fallega lokaumferð, er gott að pússa með minnst 180 pappír. Mýkja brúnir, fasa eða rúnna. Síðan er nauðsynlegt að setja olíu eða lakk. Einfalt er að olíubera, en það þarf að bera á alla fleti, til að halda rakastigi jöfnu í plötunni. Annars er hætta á að hún vindi sig. Við mælum með Rubio Monocoat, sem er fáanleg í ýmsum litum, eða Odies Oil, sem er fáanleg í ýmsum útfærslum. Olían býður upp á einfalt viðhald, en lakkað yfirborð krefst meiri vinnu, ef lagfæra þarf yfirborðið.

Notkun

Límtré úr harðvið er hægt að nota á marga vegu. Algengast er í borðplötur á eldhúsinnréttingum. Við eigum breiddir sem passa á flestar eyjur, 90cm og 122cm. Einnig er vinsælt að nota það í stigaþrep, annaðhvort sem burðarþrep eða sem klæðningu á steypt þrep. Svo er hægt að nota það í allskonar smíði, innréttingar, skápa, hillur, skilrúm. Límtréð er límt með rakaþolnu lími, D3, en er ekki ætlað til notkunar utanhúss.